„Já skrapp aðeins úr Kjarrá þar sem ég vinn á sumrin og Ytri Rangá að veiða, aldrei veitt hérna áður, virkilega skemmtilegt,“ sagði Hrönn Jónsdóttir sem er að veiða í Ytri-Rangá sem er efst laxveiðiáa í veiðitölum.
„Ég veiddi 80 sentimetra hrygnu í Stallmýrarfljóti og það var meiriháttar gaman, sem tók rauða frances og svo fékk ég annan lax í gær á gula og svarta Sunray shadow. En fiskurinn tekur grannt og ég er búinn að missa eina fimm laxa. Ég er með flottan gæd, hann Thomas, svo beint aftur upp í veiðihúsið við Kjarrá að vinna þegar veiðitúrinn minn er búinn. Fínt að skreppa aðeins að veiða smá stund,“ sagði Hrönn enn fremur.
Ytri-Rangá er lang efsta veiðiáin núna en nýjar veiðitölur detta inn með kvöldinu, það fróðleg lesning með kvöldkaffinu.