Vagn Ingólfsson frá Ólafsvík fékk í dag í hendur útskorinn lax sem hann hefur unnið að í rúm 2 ár. Frábær og mikil nákvæmnisvinna við útskurð á rúmlega 20 punda laxi sem mældist 103 cm. Að loknum útskurði hafði Vagn sent gripinn til Bandaríkjanna, til Danny Harris, sem málaði og lagði lokahönd á meistarastykkið en Danny er viðurkenndur fyrir góða vinnu sem þessa.
Það var því gleðistund í dag þegar kassinn með laxinum góða var opnaður eftir langt ferðalag frá Bandaríkjunum og voru myndirnar sem hér fylgja teknar við það tækifæri.