Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð í dag Norðurlandameistari í haglabyssugreininni SKEET. Þetta er fyrsti Norðurlandatitill Íslendinga í skotfimi frá upphafi. Mótið fer fram í Kouvola í Finnlandi. Ísland á 11 keppendur á mótinu að þessu sinni og hafa þau staðið sig með prýði. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Skotíþróttasambandsins, www.sti.is
Eldra efni
Veiðisafnið Stokkseyri; byssusýning 2023
Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri verður haldin laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. mars 2023 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri. Félagsmenn úr SKOTGRUND – Skotfélag Snæfellsnes verða m.a. með fjölbreitt úrval skotvopna til sýnis ásamt kynningu á starfsemi
Sjöundi Íslandsmeistaratitill Ellerts
„Um helgina fór fram íslandsmót á Akureyri í haglabyssugreininni Compak Sporting í frábæru veðri og voru mættir til leiks um 30 keppendur. Í Karlaflokki sigraði Ellert Aðalsteinsson frá Skotfélagi Akureyrar með 188 skotnar leirdúfur af 200. Þess má geta til gamans
Samdráttur í hreindýraveiðileyfum
Mikil ásókn var í hreindýraveiðileyfi fyrir næsta sumar. Bárust nær 3.300 umsóknir til Umhverfisstofnunar en einungis þriðjungurinn fékk leyfi. Veiði er heimiluð á 1.021 hreindýri. Þótt eindagi greiðslu fyrir leyfi sé liðinn er óljóst hversu margir ætla ekki nýta sér
Komnir með jólamatinn
„Rjúpnaveiðin gekk vel hjá okkur og við erum komnir með rjúpur á jólaborðið,“ sagði Baldur Smári Ólafsson, veiðimaður í Hnífsdal, en margir keppast við að ná í jólamatinn þessa dagana. Það hefur gengið vel víða en veðurfarið hefur spilað inn hjá veiðimönnum.
Skotfélag Reykjavíkur verður 155 ára þann 2. júní
Í tilefni þess býður félagið til morgunkaffis í félagsheimili þess á skotsvæðinu á Álfsnesi kl.10-12 laugardaginn 4.júní.
Rjúpnaveiðin gekk vel – fáir rjúpnalausir um jólin
„Já þessi vertíð gekk vel og flestir fengu vel í jólamatinn hefur maður heyrt, veðurfarið var alveg ótrúlegt, ég fór þrisvar og fékk nóg af fugli,“ sagði veiðimaður um rjúpnavertíðina sem var að ljúka. „Skotvís gerði könnun meðal félagsmanna og