Veiðigleði í Urriðafossi, 722 laxar á land
„Verslunarmannahelgin hefur staðið fyrir sínu að þessu sinni þar sem veðurblíðan lék við þessa veiðimenn sem fóru í Urriðarfoss í gær,“ sagði Anton Guðmundsson og bætti við: „Þessir kappar nutu hverrar mínútu og fengu að upplifa mikla veiði gleði í ánni. Laxinn var í tökustuði eins og sjá má og það var mikið líf í ánni. Með frábæru veðri og góðum félagsskap var gleðin við völd og þessi dagur verður seint gleymdur,“ sagði Anton enn fremur.