Fréttir

Veiðisumarið fer vel af stað í Hallá

„Þegar við opnun sáust nokkrir laxar í Kjalarlandfossum en þeir voru tregir til töku,“ sagði Skúli Húnn Hilmarsson, þegar við spurðum um Hallá.
Hollið setti í tvo  fiska sem náðu að slíta sig lausa eftir smá baráttu enda var mikið vatn í ánni og aðstæður laxinum í hag. Fyrsti laxinn kom svo á land á s.l. laugardag en hann veiddist við Vakurstaðir, við miðjan dal og var 77 cm hrygna. Fyrsti lax sumarsins hefur ekki komið á land á efra svæði síðastliðin ár.

„Ég sá nokkra laxa í hyljum við Vakurstaðir svo laxinn er óvenju snemma á ferðinni þarna uppfrá þetta árið, sem gefur góð fyrirheit fyrir sumrinu. Einn lax kom á land í gærmorgun í Kjalarlandsstokki og var nýgengin 84 cm hrygna,“ sagði Skúli Húnn ennfremur.

Tekist á við fyrsta laxinn í Hallá

Mynd. Skúli Húnn Hilmarsson með fyrsta laxinn úr Hallá.