„Við erum að fara í laxveiði og við veiðum bara á fluguna, erum búnir að reyna í tvær vikur að fá maðk ekki séns að fá eitt stykki,“ sagði veiðimaður sem var að fara vestur í Dali þar sem veiða má á maðk, en hann er alls ekki til, neinsstaðar.
„Maðkurinn er búinn; við eigum ekki til einn maðk; maðk ertu eitthvað verri, löngu búinn.“ Þetta voru svörinn sem maður fékk, enginn kaðkur til og þeir eiga ekki von á honum á næstunni. Dýrasta verð sem heyrðist áður en allur maðkur kláraðist voru 250 kr stykkið og jafnvel 300 kr.
Það getur verið gott að eiga plastmaðka sem reyndar hreyfast ekki millimeter og eru rauðir í þokkabót, sem örugglega enginn fiskur lítur við.
Mynd: „Það er nóg til að maðki hérna hjá mér, bæði laxa- og silungamaðkur,“ segir Magnús Margeirsson, hesta- og ánamaðkafaramleiðandi í Þorlákshöfn, þegar Gunnar Bender tók viðtal við hann í byrjun apríl. Nú er orðið erfitt um maðka.