Sportveiðivefurinn veidar.is þakkar öllu sportveiðifólki fyrir samferð á síðasta ári með von um gott gengi á árinu 2024. Vefurinn mun áfram færa lesendum sínum fréttir og frásagnir af veiðiskap og ferðalögum veiðifólks um helstu veiðiár, dali, fjöll og firnindi, látið okkur áfram vita um veiðina og gang mála úr ykkar veiðiævintýrum, með myndefni og frásögnum sem eiga erindi við annað áhugafólk um sportveiðar.
Eldra efni
Veiðimenn víða að veiða
Þrátt fyrir rysjótt veðurfar hafa veiðimenn víða verið að veiða og einhverjir að fá góðan afla. Ísinn er þykkur og það þarf mikla hláku til að hann hörfi af vötnum landsins. Við heyrðum aðeins Tómasi Skúlasyni sem heyrir mikið af dorgveiðimönnum
Margir náð fínni dorgveiði í vetur
Margir veiðimenn eru friðlausir og geta ekki beðið næsta vors þótt nokkur hópur veiðimanna stundi dorgveiði á vötnum kringum landið og veiðin hefur verið fín í vetur eftir að vötnin lagði. „Við höfum ekki farið mikið í vetur en fórum fyrir
Ískalt við Öxará
„Það voru ekki margir við Urriðargönguna í dag enda frekar kalt, en það var hellingur af fiski,“ sagði Mikael Árni Bergmann Þorsteinsson, sem var á svæðinu með þrjá unga veiðimenn, krakkana sína Adam Ingi Mikaelsson og Hrafnhildur Ásta Hafsteinsdóttir og vin hennar
Mörg veiðileyfi til sölu í lok sumars
Það hefur vakið athygli hversu mörg veiðileyfi hafa verið til sölu síðustu dagana af veiðitímanum þetta árið. Reyndar hófst þetta í byrjun ágúst og á við um margar laxveiðiár um land allt. Ástæðan liggur ekki fyrir þótt líklegast sé að tímasetningin valdi þessu og
Fjórir laxar komnir á land í Blöndu
„Maður er búin að veiða fyrsta laxinn í sumar en það hafa veiðst fjórir laxar í Blöndu,“ sagði Þórir Traustason við veiðar í Blöndu þessa dagana. En fjórir laxar hafa veiðst síðan áin opnaði sem er töluvert betri veiði en
Tilhugalífið á fullu við Hauku og laxinn mættur á svæðið
Það er allt að komast á fleygiferð við laxveiðiárnar þessa dagana og laxinn að mæta í árnar. Þjórsá er byrjuð að gefa laxa og Norðurá opnar á morgun, Blanda daginn eftir. Haukadalsá í Dölum byrjar ekki fyrr en 20. júní og staðan