Fréttir

Allir voru fiskarnir vel haldnir


„Þetta var ansi skemmtileg ferð í Litluá í Kelduhverfi, við áttum nokkra dagana núna í maí og spáin var ekki okkar megin,“ sagði Hafþór Óskarsson, sem fór með vöskum hópi í ána. „Það voru mínus 2 gráður og 8 – 10 metrar á sekúndu en sem betur fer lægði aðeins og það hlýnaði með degi hverjum þegar við voru mættir á staðinn.  Við veiðimenn vorum mikið spenntir að kynnast þessari á og enginn okkar hafði komið hingað áður, Bára staðarhaldari við Keldunes tók vel á móti okkur og fræddi okkur um sveitina og Litluá. Veiðihúsið er alveg til fyrirmyndar rúmgóð herbergi, gott eldhús og stór og notarleg borðstofa. 
Áin leynir á sér þetta er skemmtilegt veiðisvæði þar sem straumflugan er skæðust og okkur reyndist best með að nota þyngdan Black Ghost, hann átti 85% af veiddum fiskum. Síðan voru það ýmsar flugur sem gáfu rest, má þar nefna Bleikur Dýrbítur, Squirmy og Klinkhammer þurrfluga. Allir fiskar voru vel haldnir og veittu góða baráttu, þetta var virkilega gaman og allir ætla að mæta aftur að ári,“ sagði Hafþór um veiðiferðiferðina i Kelduhverfið.

Myndir: Fjör á árbakkanum í Litluá.