„Já það hreinsunardagur við Hlíðarvatn í Selvogi og það var kalt en það veiddist eitthvað af fiski,“ sagði Róbert Rósmann og bætti við; „það hafa verið svona á milli tíu og tuttugu veiðimen að reyna eftir að búið var að hreinsa. Það tók tíma að finna fiskinn ég veiddi nokkra en ég verð aftur í vatninu bráðum og þá verður kannski farið að hlýna aðeins,“ bætti Róbert við i lokin.
Fyrst við erum að tala um hreinsunardaga þeir eru haldnir víða og veitir ekki af eins og í Elliðaánum en þar finnst nú ýmislegt góðgæti og rusl. Veiðimaður var í Leirvogsá um daginn og krækti í stuðara, sem tók fluguna hjá honum, enda hefur þrengst að ánni síðustu árin og byggðin færst nær.
En fleira rekur á fjörur veiðimanna eins og hjá einum sem týndi fluguboxinu sínu í Álftá á Mýrum, leitaði allan daginn en fann ekki neitt. Hann kom að ánni þremur árum síðar, fór hyl úr hyl og endaði í hylnum þar sem hann hafi týnt boxinu – þar lá það undir steini, beint fyrir framan hann.
Veiðin og allt í kringum veiðiskapinn getur verið ævintýri.