„Það var skemmtilegur dagur hjá okkur Guðna í Leirvogsá,“ sagði María Hrönn Magnúsdóttir og bætti við; „mjög skemmtileg á en fiskarnir smá dyntóttir. Það var frekar blautt á okkur um morguninn og áin vatnsmikil. Við byrjuðum í Móhyl og sáum ekkert líf þar. Við ákvæðum að fara í Kvörnina sem var mjög vatnsmikil og erfið. Fljótlega setti ég í góðan Lax á litla Sunray túbu. Með allskyns tilþrifum og áhættu, þá sérstaklega hjá háfaranum, náðum við að landa honum í öllum þessum vatnsflaum og straum. Það var mikil hamingja þegar hann náðist í háfinn. Hann reyndist 73 cm og fékk því að synda aftur út í hylinn. Guðni setti svo í lax í Húsbreiðu og var laxinn mjög ákveðinn með það að fara ekki í háfinn. Var það stressandi og krefjandi viðureign sem endaði niðri í næsta hyl. Þar var hann sporðtekinn og skellt í háfinn. Við færðum okkur svo í Skúlaskeið og þar setti ég í annan vænan lax sem því miður hafði betur eftir góða baráttu. Fórum svo aftur í Húsbreiðuna og Guðni fer yfir hylinn. En ég hafði verið nýsest á malarhrygg neðst við hylinn þegar fyrri fiskurinn hjá honum tók. Ég hugsaði því jáhá ég ætti kannski að prófa að setjast aftur á malarhrygginn og já… hann var aftur á hjá Guðna. Gaman af svona tilviljunum en sá fór hratt og örugglega í háfinn. Það var nóg af lífi í ánni og var gaman að því að þegar Guðni var með seinni fiskinn á þá var annar lax að stökkva við hliðina á þeim sem var á hjá honum. Við sáum þá töluvert vera að stökkva í þeim hyljum sem við fórum í. Geggjaður dagur með góðar minningar,“ sagði Maria Hrönn að lokum.
Eldra efni
Flottur maríulax úr Leirvogsá
Það rigndi aðeins en alls ekki eins mikið og átti að vera. Sumstaðar hleypti þetta aðeins lífi í veiðina en alls ekki nóg miðað við veðurspá. En þetta kemur vonandi á allra næstu dögum. „Þetta var geggjað en konan veiddi
Ytri Rangá efst
Talsvert hægst á veiðinni nú þegar veiðinni fer að ljúka. Aðeins 28 laxar í Laxá í Kjós í vikunni, 53 í Laxá í Leirársveit og 66 í Grímsá. Norðurá skilaði 103 löxum skreið yfir 1000 laxa múrinn í vikunni. Árnar
Laxinn mættur, 103 sentimetrar
Vagn Ingólfsson frá Ólafsvík fékk í dag í hendur útskorinn lax sem hann hefur unnið að í rúm 2 ár. Frábær og mikil nákvæmnisvinna við útskurð á rúmlega 20 punda laxi sem mældist 103 cm. Að loknum útskurði hafði Vagn
Marjolijn van Dijk er veiðikló
„Á dögunum var hún spurð hvað ætti að gera um páskana þá var svarið að fara á deit með manninum uppá heiði. „Já en æðislegt“ kom þá, já örugglega, við erum að fara í tófukofann að skjóta tófur, þá breyttist svipurinn aðeins,“ sagði
Eins og á góðum haustdegi á Holtavörðuheiðinni í dag
Það er rólegt á Holtavörðuheiðinni og enginn á rjúpu þar um hádegisbilið í dag þegar mátti hefja veiðiskapinn. Og veðráttan er ótrúleg þessa dagana, varla neitt að sjá nema snjólausa heiðarlendur og hitastigið um tvær gráður, einn og einn gamall
Afmælislax í Hrútafjarðará
Svo virðist sem Hrútafjarðará sé öll að koma til og það veiddist flottur lax í morgun. En ain hefur gefið átta laxa. Afmælislax hjá Karli Ásgeirssyni í morgun í Hrútu á veiðistaðnum Sírus. Hefur verið rólegt en nú virtist sem