„Veiðiferðin byrjaði ekki vel, við vorum mest í 22 metrum á sekúndu fyrsta einn og hálfan daginn en fínu veðri eftir það,“ sagði Vignir Arnarson sem var að koma úr Vatnsdalsá í Vatnsfirði, var þar í æði misjöfnu veðri.
„Ég fékk einn lax 65 sm á síðustu vaktinni en sáum ekki fisk fyrir utan það. Væntingavísitalan var há eftir að við fengum veiðibókina á Brjánslæk í upphafi veiðinnar. Hollið á undan okkur fékk átta laxa og þú getur rétt ímyndað þér væntingar okkar um næstu fjóra daga. En við áttum góðar stundir saman vinirnir en svona er þetta á stundum. Við erum svo að fara í Vatnsá á næstunni og það verður vonandi eitthvað,“ sagði Vignir að endingu.