Fréttir

Villi naglbítur aldrei farið fisklaus úr Fáskrúð

Villi naglbítur með væna hrygnu
Úr Fáskrúð

Það er aðeins farið að hausta en veiðimenn eru ennþá á fullu, fiskurinn er fyrir hendi en hann er víða orðinn tregur. Spáin næstu daga er ágæt og um að gera að reyna áfram. Haustið getur oft verið tíminn sem laxinn gefur sig.

„Ég var að koma úr Fáskrúð í Dölum, elska þessa laxveiðiá og hef aldrei farið fisklaus úr henni,“ sagði Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur, í samtali nýkominn vestan úr Dölum með tvo laxa.

,,Fékk tvær hrygnur 52 og  70 sentimetra, þær veiddust í Efri  Streng og Neðri Stapakvörn.  Fengust  á litla Sunray, stutt köst og komu á eftir.  Það var fullt af fisk en þeir voru tregir að taka  enda orðið kalt. þarna er yndislegt landslag og náttúra þessi á er meiriháttar,, sagði Vilhelm ennfremur.

Villi naglbítur