„Já Jesús hvað var kalt við Víðidalsá, skítakuldi, en þetta var lokahollið,“ sagði Nils Folmer Jorgensen þegar við heyrðum í honum nýbúnum að landa 96 sm laxi í kuldanum í Víðidalnum, en áin var að loka fyrir veiðimenn þetta sumarið og þar veiddist nánast sami laxafjöldi í ár eins og í fyrra.
„Þetta er búið að vera fínt sumar en við fengnum nokkra laxa í þessum síðasta túr. Ég er búinn að fá nokkra stóra og góða laxa í sumar, í Laxá í Aðaldal og Jöklu meðal annars, það er alltaf einn og einn stór að gefa sig,“ sagði Nils ennfremur.
Það hefur verið kuldalegt undir það síðasta í veiðinni og við fréttum af veiðimanni sem var að veiða fyrir austan og þegar laxinn stökk var svo hvasst að fiskurinn fauk á land í einni hviðunni og spriklaði þar um stundarsakir. Honum var svo sleppt eftir rok ferðina uppá land.