FréttirRjúpanSkotveiði

Rjúpnaveiði hefst á föstudaginn – lítið um snjó

Mynd/María Gunnarsdóttir

„Já, ætli maður fari ekki fyrstu dagana ef veðurspáin verður hagstæð og taki smá göngutúr,“ sagði Reynir M Sigmundsson, veiðimaður á Akranesi, en rjúpnaveiðitíminn hefst á föstudaginn og margir ætla að koma sér af stað annað kvöld, til þess að vera klárir þegar veiðin hefst snemma á föstudagsmorgun.

Nú má veiða allan daginn og veiðitímabilið er frá 20. október til 21. nóvember, ekki má veiða á miðviku- og fimmtudögum. 

Dimon með rjúpu. Mynd/ Reynir

„Við stefnum að fara norður en þangað sem við ætlum að vera er ennþá auð jörð en við höfum veitt þarna til fjölda ára,“ sagði veiðimaður, sem var að græja sig til rjúpna eins og fleiri veiðimenn. 

Það verður spennandi að sjá hvernig tímabilið hefst og veidar.is ætla að fylgjast með eins og á síðasta tímabili og birta fréttir og myndir af veiðimönnum um allt land.