„Við vorum hérna fyrir fáum dögum og náðum þá fjórum löxum og nokkrum bleikjum, það var gott vatn þá en það hefur aðeins minnkað í ánni,” sagði Jóhann Sigurðarson leikari sem var við veiðar í ánni í gær.
En áin hefur gefið yfir 20 laxa og helling af bleikjum, sem verður að teljast ágætt, núna þegar veiðitíminn er rétt byrjaður í Hörðudalnum.
„Það er alltaf gaman að veiða hérna og það eru 30 ár síðan ég kom fyrst að veiða í Hörðudalnum, flottur staður,” sagði Jói ennfremur og hélt áfram að kasta flugunni á veiðistað númer þrjú í ánni. Fiskurinn var ekki í miklu tökustuði.
Mynd: Fjör við Hörðudalsá í gær, Jóhann Sigurðarson kastar og Eiríkur Hafdal á fullu við upptökur.