Rúkraginn er sérkennilegur fugl, karlfuglinn hefur mikinn fjaðrakrans um háls og höfuð og eru engir tveir karlar eins á litinn. Hópar karla berjast um hylli kvenfuglanna og þá er um að gera að vera með sem flottastan kraga. Rúkraginn er flækingsfugl hér á landi.
(Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn)