Mikil þurrkatíð hefur einkennt laxveiðina á suðvestuhorninu síðustu daga og vikur og veiðin því ekki verið upp á marga fiska. Ævintýrin gerast þrátt fyrir það en Hrafnhildur Sigþórsdóttir var að veiða neðsta svæðið í Langá í gær þegar hún setur í tröllvaxinn 94 sm lax. Undir var undraflugan Silver Sheep #14 og stóð baráttan lengi fir enda vildi veiðikonan ekki taka of fast á þessum stórfiski þar sem hún var ekki með taum fyrir svona átök. Laxinn tók í Myrkhyl (nr. 8) og stjórnaði hann ferðinni algörlega til að byrja með en hægt og rólega náði Hrafnhildur að smokra laxinum upp á Breiðuna (9) þar sem honum var landað innan um fjölda áhorfenda sem bar að garði til að fylgast með baráttunni. Það var erfitt að segja til um hvor var þreyttari eftir átökin, veiðikonan eða laxinn, þannig að ekki var farið í miklar myndatökur af veiðikonu og laxi.
Eldra efni
Fyrstu laxarnir á land í Hítará
Hver laxveiðiáin af annarri opnar þessa dagana og í morgun opnaði Hítará á Mýrum. Allavega 6 laxar eru komnir á land, flottir fiskar. Laxinn hjá Ingvari Svendsen var 86 sentimetra og síðan veiddust tveir aðrir fyrr um morgunin þeir fyrstu.
Veruleg afföll á helsingja
Austur-Grænlands-stofn helsingja, sem íslenski stofninn tilheyrir, hefur rýrnað mjög á allra síðustu árum. Bæði varð stofninn fyrir verulegum afföllum vegna bráðrar fuglaflensu en einnig hefur viðkomubrestur verið viðvarandi síðustu tvö sumur. Stofninn var metinn um 57.000 fuglar í mars 2024
Maríulax í Elliðaánum – veiðidellan heltekið veiðikonu
„Við vorum við veiðar í Elliðaánum í vikunni og urðum var við lax á öllum svæðum, en það var ekki fyrr en við fórum í Höfuðhyl að við löndum laxi, maríulaxinn staðreynd hjá Andreu Lindu,“ sagði Árni Þór Einarsson í
„Þetta var sko skemmtilegt“
„Það var skemmtileg á barna og unglinga deginum í Elliðaánum í morgun, en ég fékk flottan lax og það var barátta að landa honum,“ sagði Hilmar Þór Sigurjónsson en það dagur fyrir unga veiðimenn sem var í Elliðaánum í dag og þar reyndu ungir
Fallegt en kalt við Kleifarvatn
Það var fallegt við Kleifarvatn á Reykjanesi í gær en vatnið er á milli Sveifluhálss og Vatnshlíðar. Vatnið er þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi og margir veiðimenn hafa fengið þar fína veiði en kannski ekki í dag. Vatnið er frosið þessa
Styttist í næsta veiðisumar
Í júní næstkomandi verða frábær tveggja daga tvíhendunámskeið í Blöndu. Farið verður yfir tvíhendu köst og veiði í smáatriðum jafnt innan sem utandyra. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja annaðhvort læra að kasta eða bæta tvíhenduköstin sín með