„Við vorum að koma úr Þverá í Fljótshlíð og það var bara geggjað, flott veiðiá,“ sagði Jógvan Hansen í samtali nýkominn af veiðislóðum og bætti við; „það fengu allir fiska sem er gott. Það veiddust 7 laxar, urriðar og sjóbirtingar og það var verið að taka fiskana á tveimur stöðum, númer 50 og 48. Aldrei veitt þarna áður og þetta var skemmtilegt, ótrúlega fallegt þarna í kringum ána, sá jökul, beljur, golfvöll og ána allt í sömu myndinni. Hylur 48 var bestur við neðri brú, töluvert af fiski þar,“ sagði Jógvan og segist ætla að renna aftur fyrir fisk þarna.
Eldra efni
Þrælgóð veiði í Vatnamótunum
„Við vorum að koma úr Vatnamótunum fyrir austan og það var þrælgóð veiði, við vorum með á bilinu 25 til 30 fiska á fjórar stangir í tvo daga,“ sagði Heiðar Logi Elíasson, sem víða hefur veitt í sumar. „Þetta var
Góð veiði í Elliðavatni – laxinn mættur
Veiðin heldur áfram, veiðimenn reyna áfram og laxinn er byrjaður að veiðast í Elliðavatni, ef maður kemur sér fyrir á réttum stað og með rétta spúninn, þá getur laxinn tekið hjá veiðimönnum. Veiðin í Elliðavatni hefur verið góð í sumar, flottir
Fallegt við Elliðavatn
Sumarið er tíminn söng Bubbi Morthens og það eru orð að sönnu. Það var fallegt við Elliðavatn í gærkvöldi eins og sést á þessari snilldar mynd sem María Gunnarsdóttir tók við vatnið. Ísinn að hverfa af vatninu og það styttist
Góður gangur í Selá og Hofsá – báðar komnar yfir 1100 laxa
Veiðin í Hosá og Selá í Vopnafirði hefur verið góð það sem af er sumri og árnar komnar báðar yfir 1100 laxa. Guðmundur Jörundsson er við veiðar í Hofsá og við heyrðum aðeins í honum í gær, en þessa dagana
Nýr staðahaldari við Langá
SVFR hefur samið við Kristján Friðriksson um að taka að sér staðarhald og veiðivörslu í Langá á komandi sumri. Hann mun því taka á móti veiðimönnum í Langá, sjá um skiptingar og fylgjast með að allt sé eins og það á að vera við Langá næsta sumar. Kristján hefur verið viðloðandi stangaveiðina síðustu áratugi og meðal annars
Nýtt veiðihús og stór tímamót á Selfossi
Það var mikið að gerast hjá Stangaveiðifélagi Selfoss um helgina, bæði verið að vígja nýtt veiðihús við Ölfusá og fagna stórafmæli hjá félaginu en það varð 70 ára og margir fiskar verið dregnir á land á þeim tíma. Það er vert að