„Er að veiða í Lakselva (norska útgáfan af Laxá í Aðaldal) í N-Noregi og fékk þennan fallega lax í gærkvöldi sem reyndist vera rétt tæp 35 pund,“ sagði Erling Ingvason tannlæknir í samtali.
„Mig grunar að Maggi, vinur minn og veiðifélagi, Lór, hafi ýtt ögn við veiðigyðjunni, fyrir mína hönd, í það minnsta var Eyfi, sonur hans, búinn að segja mér að þetta myndi gerast, og það gerðist. Þessi fiskur er raunheima-ígildi einhyrnings og líkurnar á að ná svona laxi eru agnarsmáar. Fyrir þjáningarbræður- og systur í veiðidellunni var hann 112 cm langur og vigtaður tæp 35 pund (15,7-15,8 kg) smá skjálfti og tók Night Hawk einkrækju með gáruhnút í þriðju atrennu,“ sagði Erling um laxinn risastóra og tökuna.