„Þetta var frábær dagur í Jöklu og það var fjör, þetta er allt að koma,“ sagði Þröstur Elliðason við Holaflúðina í gær og bætti við; „tólf laxar komu á land og greinilegt að laxinn er að mæta með lækkandi vatni. Og fyrsti laxinn ofan Hólaflúðar kom líka á land í dag. Var það 90 cm hrygna og veiðimaðurinn var þá með litla einhendu fyrir línu 4! Flestir voru vænir en einn smálax kom þó líka og fleiri sáust. Lofar það góðu að smálaxinn er að mæta nú þegar. Nokkrar myndir frá deginum fylgja hér með en spennandi dagar eru framundan hér í Jöklu,“ sagði Þröstur enn fremur.
Eldra efni
Svaðilför í Slóveníu
Það var hress hópur sem hélt til veiða í Slóveníu núna í byrjun maí, hópur sem innihélt fjórtán veiðikonur. Hópurinn flaug til Munchen og keyrði svo til Ljublijana í Slóveníu þar sem tekið var á móti þeim á hóteli í
Flottur veiðikall á Hauganesi
,,Það hefur verið klikkað að gera upp á síðkastið,“ sagði Elvar Reykjalín þegar við hittum hann á Hauganesi en hann var á fullu í öllum störfum og sló ekki slöku við frekar en fyrri daginn. „Þetta er búið að vera fínt,“ sagði
Met slegið í Jöklu
„Það var gaman að fá þennan lax en tók rauða franese 1/4 tommu og baráttan stóð yfir 40 mínútur,“ sagði Alexander Helgason, en met var slegið í Jöklu i gær þegar lax númer 816 veiddist, en fyrra met í ánni voru 815
Hreindýrakvóti fyrir 2023
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur auglýst hreindýraveiðikvóta ársins 2023. UmsóknarfresturUmhverfisstofnun annast sölu hreindýraveiðileyfa. Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 28.febrúar en umsóknum skal skilað inn á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is/veidimenn. Útdráttur verður auglýstur síðar. VeiðiheimildirHeimilt er að veiða allt að 901 hreindýr árið
Veiðiþjófar gómaðir við Norðurá
Snemma í gærkvöldi varð leiðsögumaður við Norðurá í Borgarfirði var við menn að ólöglegum veiðum við Kálfhyl. Magnús Fjeldsted veiðivörður fór á staðinn og kallaði í framhaldinu lögreglu á svæðið, sem tók skýrslu af mönnunum. Eiga þeir yfir höfði sér
Boltar úr Geirlandsá
Geirlandsá hefur verið gefa fína veiði og eitt og eitt tröll. Arthur Karlsson og félagar voru að enda í Geirlandi nú eftir hádegi og gerðu flotta veiði við erfiðar aðstæður, mikill vindur allan tímann og enduðu ađ setja í 46