Fréttir

Biðin styttist með hverjum deginum

„Ég kíkti í Elliðaárnar í fyrradag í fossinn en sá ekki neitt, en laxinn er á leiðinni bara dagaspursmál hvenær hann er mættur,“ sagði veiðimaður sem er byrjaður fyrir löngu að skoða í fossa landsins til sjá fyrsta laxinn. Ekki er ólíklegt að laxinn fari að  láta sjá sig í Laxá í Kjós og Norðurá í Borgarfirði á allra næstu dögum. „Það hefur ekkert sést ennþá í Kjósinni,“ sagði Haraldur Eiríksson þegar við spurðum um Laxá í Kjós. Veiðimenn voru að veiða sjóbirting í Bugðu í gær og köstuðu flugunni fimlega, veiðin hefur gengið vel núna það sem af er. Laxar eru örugglega komnir í Þjórsá sem opnar fyrir veiðimenn í næstu viku. Þegar kíkt var í Laxfossinn í Laxá í Leirársveit sást ekki fiskur en mánuður en þangað til áin opnar fyrir veiðimenn og gott vatn er í henni þessa dagana, eins og víðast í veiðiánum.

Mynd. Kíkt eftir fiski í Laxá í Leirársveit í fyrradag við Laxfossinn.   Mynd María Gunnarsdóttir.