„,Það er alltaf gaman að veiða í Elliðaánum ég hef fengið þá nokkra hérna laxana þegar ég hef veitt hérna,“ sagði Ólafur F Magnússon þegar við hittum hann við Elliðaárnar í morgun fyrir neðan félagsheimili Rafveiturnar, ásamt Árna Jörgensen.
Gott vatn er í ánum eftir miklar rigningar og veiðin hefur verið góð en nú hafa veiðst 540 laxar.
„Árni varð var hérna fyrir neðan áðan en það eru fiskar víða. Áin er skemmtileg, “ sagði Ólafur ennfremur.
Eitthvað hefur verið um að veiðimenn hafi verið að missa væna laxa í ánum og veiðimenn sem við hittum sögðust hafa misst boltalax og það hefur skeð hjá nokkrum veiðimönnum í sumar að sá stóri hefur sloppið.
Mynd. Árni Jörgensen á veiðislóðum í morgun. Mynd GB.