Laxveiðin er farin að styttast í annan endann heldur betur en veiðimenn samt að veiða ennþá laxa og sjóbirting víða um land. Lokatölur eftir sumarið eru að detta inn og staðan úr ánum að koma í ljós.
„Já við vorum að koma úr Eystri Rangá og áin var erfið, kakó á sunnudag og mikill kuldi í gær,“ sagði Steinþór Jónsson þegar við heyrðum í honum. Eystri Rangá er í öðru sæti á eftir Ytri Rangá sem trónir á toppnum með 3440 laxa.
„Við vorum með fjórar stangir og náði konan mín tveimur löxum sem voru einu fiskarnir í okkar holli. Ég er búinn að vera oft í Eyrsti en þetta er með því verra sem við höfum lent í. Það er einn veiðitúr eftir erum að fara í Vatnamótin í október,“ sagði Steinþór í lokin.