„Þetta var meiriháttar veiðitúr í Urriðafossinn í Þjórsá og við fengum nítján laxa á hálfum degi, fimm veiðimenn fengu maríulaxinn sinn,“ sagði sagði Axel Ingi Viðarsson sem var að koma úr skemmtilegum og fengsælum veiðitúr með fjölskyldunni.
„Áin var svakalega vatnsmikil en einsárs laxinn að hellast inn þegar við vorum að veiða, vatnsmagnið í ánni var mjög mikið. Ég bauð fjölskyldunni og það veiddu fimm maríulaxinn sinn meðal annars mamma og pabbi fengu lax, Viðar bakari á Selfossi. Það var fullt af laxi já og við fengum fiskana á maðk og ýmsar flugur. Þetta var bara mokveiði á tímabili og verulega eftirminnilegur veiðitúr,“ sagði Axel Ingi ennfremur um veiðina í Þjórsá.
Urriðafossinn hefur gefið næstum 900 laxa í sumar og komið vel yfir fjöldann frá í fyrra og ennþá töluvert eftir af veiðitímanum.