Í dag fjölmennti fólk víða af landinu niður á Austurvöll til að mótmæla sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum. Um 3000 manns mættu á Austurvöll en mótmælagangan hófst við Háskólabíó og gekk fylgtu liði með mótmælaspjöld inná Austurvöll. Þar var skipulögð dagskrá og fluttu ávörp þau Inga Lind Karlsdóttir, Árni Pétur Hilmarsson veiðimaður og Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur en Bubbu söng í byrjun fundarins. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra mætti fyrir hönd stjórnvalda og tók við áskorun frá skipuleggjendum fundarins en í lok þeirra áskorunnar var hvatt til verndunar á íslenskri náttúru og um leið til verndunar á íslenska laxastofninum. Fundarfólk tók vel undir framsögu ræðumanna og áskoranir þeirra um að banna sjókvíaeldi.
Að lokum var einu fiskikari af dauðum eldislaxi sturtað framan við Alþingishúsið og lúsaeitri hellt þar yfir auk þess sem eitrinu var dreyft yfir grasið á Austurvelli. Mótmælin voru annars friðsamleg og lúsaeitrið vonandi vakið ráðamenn af værum blundi yfir hagsmunum Íslands í þessum sjóeldismálum.
MYNDIR FRÁ MÓTMÆLUM /GBender