„Veiðin gekk vel hjá okkur í Straumunum í Borgarfirði og við lönduðum sjö vænum sjóbirtingum og þremur fallegum smálöxum,“ sagði Aðalgeir Hólmsteinsson, sem var að koma úr skemmtilegri ferð í Straumunum.
„Það var mikið af fiski þarna í vatnaskilunum og það kom okkur skemmtilega á óvart hvað birtingurinn var að jafnaði vænn, eða þrjú til fimm pund og sprækir og vel haldnir fiskar.
Straumarnir hafa gefið vel á annað hundrað laxa það sem af er sumri og annað eins af birtingi. Já þetta var verulega góður veiðitúr,“ sagði Aðalgeir í lokin.
Mynd. Stöngin kengbogin í Straumunum um helgina.
Myndir Aðalgeir