„Við erum búin að fara víða og veiða, ég og konan, vorum í Hestvatni í gærdag og veiddum sæmilega,“ sagði Atli Valur Arason í samtali en veiðislóðirnar eru fyrir austan fjall. „Við fórum í Úlfljótsvatn og fengum fínan urriða sem við slepptum. „Í gær fórum við svo í Hestvatn og fengum 6 urriða og misstum nokkra, þetta var fínn veiðidagur. Fiskurinn var að taka bæði flugu og spún,“ sagði Atli Valur ennfremur.
Já silungsveiðin hefur víða verið góð, Þingvellir hafa verið að gefa flotta fiska og veiðimennn sem fóru í Gílsholtsvatn fyrir skömmu fengu nokkra urriða og einn alveg sæmilegan. Það eru veiðimenn víða og á öllum aldri að renna fyrir fisk.
Mynd. Atli Valur Arason með flottan fisk úr Úlfljótsvatni.