Ískalt við Öxará
„Það voru ekki margir við Urriðargönguna í dag enda frekar kalt, en það var hellingur af fiski,“ sagði Mikael Árni Bergmann Þorsteinsson, sem var á svæðinu með þrjá unga veiðimenn, krakkana sína Adam Ingi Mikaelsson og Hrafnhildur Ásta Hafsteinsdóttir og vin hennar Dagur Guðsteinn Joshuason.
„Það er alltaf jafn magnað að sjá þetta þarna við ána en það þurfti að brjóta isinn sem lá yfir vatninu. En allir höfðu gaman af þessu,“ sagði Mikael Árni enn fremur.
Urriði er fyrir nokkru mættur í ána og erlendir ferðamenn hafa virt þá fyrir sér. Um tíma um síðustu helgi voru torfur af flottum fiskum