„Við erum ekki búnir að fá neitt núna en fengum í fyrradag fiska, já það mætti vera hlýrra,“ sögðu veiðimenn sem við Elliðavatn og það var ekki nema tveggja gráðu hiti og næðingur. En það voru margir að veiða, fullt af liði og einn og einn fiskur að veiðast. Já veiðimenn á öllum aldri og neðar við Elliðaárnar, Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu að landa flottum urriða í Höfuðhylnum. Og það er frekar kalt en fiskur að gefa sig, silungsveiðin byrjaði í Elliðaánum 1. maí og nokkrir fiskar hafa veiðst. Vatnið er gott í ánni þessa dagana.
Myndir. Við Elliðavatn þar sem veiðimenn hafa fengið fína veiði. Myndir María Gunnarsdóttir.