FréttirVeiðileyfi

Mörg veiðileyfi til sölu í lok sumars

Það hefur vakið athygli hversu mörg veiðileyfi hafa verið til sölu síðustu dagana af veiðitímanum þetta árið.  Reyndar hófst þetta í byrjun ágúst og á við um margar laxveiðiár um land allt. Ástæðan liggur ekki fyrir þótt líklegast sé að tímasetningin valdi þessu og að veiðin hefur verið minni en menn vonuðu. 

Mikið hefur verið rætt á meðal manna að veiðimenn sé að selja veiðidaga víða og ef skoðaður er vefurinn „Veiðileyfi til sölu“ þá sést þetta svart á hvítu. Veiðileyfin eru boðin til sölu og jafnvel heilu hollinn. Eitt holl í Laxá í Dölum eru til sölu á góðum tíma, veiðileyfi í Hítará, Laxá í Aðaldal, Hafralónsá, Svartá í Húnavatnssýlu, Víðidalsá og Ormarsá, svo eitthvað sé nefnt.

Reyndar verður þetta staðan á hverju hausti í lok veiðitímans þótt tökuvert virðist meira um það þetta haustið. Veiðin er orðin minni og það spilar örugglega helling.