Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri SVFR

Ingimundur Bergsson, nýráðinn framkvæmdastjóri SVFR, tekur við lyklunum. Með honum er Sigurþór Gunnlaugsson fráfarandi framkvæmdastjóri. Mynd/SVFR

Fram­kvæmda­stjóra­skipti urðu hjá Stanga­veiðifé­lagi Reykja­vík­ur í dag, Sig­urþór Gunn­laugs­son hætti eft­ir fjög­urra ára starf og við tekur Ingi­mundur Bergs­son en hann hef­ur und­an­far­in miss­eri verið skrif­stofu­stjóri fé­lags­ins og sinnt sölu og þjón­ustu fyrir félagið. Í frétt á heimsíðu SVFR er fram­kvæmda­stjórinn kvadd­ur og óskað velfarnaðar um leið og eft­ir­maður hans er kynnt­ur: 

„Það er mik­il eft­ir­sjá í Sis­só, sem skil­ur við fé­lagið í góðri stöðu eft­ir mikla vinnu und­an­far­in ár. Hann hef­ur tek­ist á við krefj­andi verk­efni af lip­urð og festu, treyst stöðu SVFR og síðustu tvö rekstr­ar­ár eru þau bestu í sögu fé­lags­ins. Ég vil færa hon­um mín­ar inni­leg­ustu þakk­ir fyr­ir frá­bært sam­starf og óska hon­um alls hins besta,“ seg­ir Jón Þór Ólason, formaður SVFR.
Ingi­mund þekkja fé­lags­menn SVFR og aðrir veiðimenn vel. Hann er viðskipta­fræðing­ur að mennt og hef­ur mikla reynslu úr veiðiheim­in­um. Hann er upp­hafsmaður og stofn­andi Veiðikorts­ins, hef­ur komið að út­gáfu veiðitíma­rita um ára­bil og þekk­ir vel til rekst­urs SVFR.
„Ingi­mund­ur er mik­ill feng­ur fyr­ir SVFR og ég vil bjóða hann vel­kom­inn til starfa sem fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins. Hann býr að gríðarlegri reynslu, þekk­ingu og þjón­ustu­lund sem mun nýt­ast fé­lags­mönn­um vel. Hann hef­ur sett mikið mark á skrif­stofu SVFR á und­an­förn­um árum og ég hlakka til að sjá hann í nýju hlut­verki,“ seg­ir Jón Þór.“

Heimasíða SVFR