Þrátt fyrir rysjótt veðurfar hafa veiðimenn víða verið að veiða og einhverjir að fá góðan afla. Ísinn er þykkur og það þarf mikla hláku til að hann hörfi af vötnum landsins. Við heyrðum aðeins Tómasi Skúlasyni sem heyrir mikið af dorgveiðimönnum landsins.
„Já frétti af Tomasz og Marcin vinum mínum sem skruppu á Þingvallavatn um síðustu helgi,“ sagði Tómas og bætti við: „Þeir fengu þrjár bleikjur og einn urriða en ísinn var líklega 35 – 40 sentimetra þykkur og veðrið fallegt þótt frostið væri -15 stig,“ sagði Tómas ennfremur.
Já veiðimenn hafa verið að dorga víða og ísinn er enn þykkur og útiveran góð.