FréttirVeiðitölur

Vatnslitlar veiðiár – nú þarf að rigna vel og lengi

Veiðin þessa dagana er langt frá því að vera góð, reyndar frekar slöpp víða, enda árnar orðnar vatnsminni og fiskurinn kemst ekki á milli hylja í mörgum laxveiðám. Veiðitölur á milli vikna segja sína sögu.

Kíkjum aðeins á veiðimestu árnar, Þverá í Borgarfirði er komin í efsta sætið með 668 laxa, vikan gaf 128 laxa. Ytri Rangá hefur hefur setið í öðru sæti með 618 laxa og vikan gaf 272 laxa.  Í næstu viku tyllir Ytri Rangá sér á toppinn, Norðurá í Borgarfirði er í þriðja sætinu með 588 en vikan gaf aðeins 35 laxa.  Svona mætti lengi telja það er minni veiði víða en á sama tíma fyrir ári og verra ef við lítum lengra aftur í veiðitölur síðustu árin.

Það eru litlar sem engar rigningar í kortunum en það verður að fara að rigna og það verulega eða eins og veiðimaðurinn sagði um helgina; „helvíti var maður lengi að finna ána, hún rennur varla.“