Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð í dag Norðurlandameistari í haglabyssugreininni SKEET. Þetta er fyrsti Norðurlandatitill Íslendinga í skotfimi frá upphafi. Mótið fer fram í Kouvola í Finnlandi. Ísland á 11 keppendur á mótinu að þessu sinni og hafa þau staðið sig með prýði. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Skotíþróttasambandsins, www.sti.is
Eldra efni
Veiðitímabil rjúpur 2024
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest tillögur Umhverfisstofnunar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða fyrir árið 2024. Þessu til staðfestingar hefur verið gefin út reglugerðarbreyting 1080/2024 á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Nýtt kerfi veiðistjórnunarTillögurnar voru unnar eftir
Styttist í að ná sér í rjúpur fyrir jólin
Þeim fækkar verulega dögunum sem má ganga á fjöll til að sækja sér jólarjúpur og sama veðurspáin virðist vera í kortunum áfram, ekkert lát á blíðunni og allir löngu hættir að skilja þessi hlýindi dag eftir dag.„Yfirleitt hefur verið góður
Allt að skýrast með rjúpnaveiðina
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember – 4. desember í ár. Heimilt verður að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags, frá kl. 12 þá daga sem veiði er heimil og
Skotfélag Reykjavíkur verður 155 ára þann 2. júní
Í tilefni þess býður félagið til morgunkaffis í félagsheimili þess á skotsvæðinu á Álfsnesi kl.10-12 laugardaginn 4.júní.
Gæsir – Anser anse
Grágæs er stærst þeirra gæsa sem verpa eða hafa viðdvöl á Íslandi. Hún er öll grábrún, dökk að ofan og á hálsi, ljós að neðan nema síðurnar eru dökkar, stundum með dökka flekki á bringu og kviði. Er eins og
Frábær veiði í Vatnamótum og Fossálum
Hollið sem kláraði í dag landaði 25 sjóbirtingum, þar af 3 yfir 80 cm og marga á milli 70 og 80 cm. Allgerlega geggjuð veiði hjá þeim félögum. Einn úr hópnum fékk að skreppa í Fossála og fékk strax tvo á púpuna