Fréttir

Veisla í Heiðarvatni og flottir fiskar

„Það var fín veiði í síðasta holli í Heiðarvatni og þeir fengu 25 sjóbirtinga frá 45 til 86 sentimetra, flott veiði,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson þegar við spurðum um Heiðarvatn í Mýrdal, sem hefur verið að gefa flotta veiði og væna fiska.

„Já sjóbirtingur að gefa sig, síðan hafa verið að veiðast urriðar og nokkar bleikjur. Við veiðum í vatninu eitthvað út október,“ sagði Ásgeir ennfremur.

Ásgeir er með Skógá á sinni könnu og þar hafa veiðst á annað hundrað laxar. Ennþá er hægt að renna fyrir fisk í ánni en hún er líka opin út október.