„Það verður að fara að rigna þetta gengur ekki lengur áin er vatnslaus, eins og fleiri ár hérna á svæðinu,“ sagði veiðimaður við Norðurá í Borgarfirði í vikunni og það eru orð að sönnu þessa dagana.
Ekkert hefur rignt í 6 vikur og ekki langt þangað til sumar ár þorna alveg upp eins og t.d. Bjarnadalsá í Norðurárdal sem rennur ekki lengur. Þetta á víða við þessa dagana, engar rigningar viku eftir viku og lítið um þær í spákortunum.
Og laxveiðin er alls ekki góð, fimmta lélegasta veiðisumarið er staðreynd. Ytri Rangá er á toppnum með 1110 laxa, síðan kemur Eystri Rangá með 950 laxa, svo Þverá með 750 laxa, síðan Norðurá 660 laxa og Urriðafoss í Þjórsá með 635 laxa.