Hið gríðarvinsæla veiðihlaðvarp Þrír á stöng hefur loks göngu sína á ný eftir sumar- og veiðifrí. Eins og oft vill verða í góðum hollum þá verða mannabreytingar og kemur maður í manns stað. Jón Stefán og Árni Kristinn taka sér kærkomna hvíld og inn kemur Benedikt Þorgeirsson sem er flestum stangveiðimönnum kunnugur og mun hann stýra þættinum í vetur ásamt Hafsteini. Benedikt hefur þegar heimsótt strákana í þáttinn ásamt því að gestastýra þætti svo hann ætti að koma sterkur inn. Fyrir þá sem ekki þekkja til kauða þá er Benedikt helst þekktur fyrir að vera silungsveiðimaður og afbragðs fluguhnýtari og er maðurinn á bak við flugur eins og Finnska Bobbann og Bloody Friskò. Samanlögð reynsla Hafsteins og Benedikts ætti að fleyta hlustendum í gegnum veturinn og vonandi veita fróðleik með aðstoð vanra manna og góða skemmtun.
Eldra efni
Dagur B opnar Elliðaárnar tvisvar í viðbót
Laxinn er mættur í Elliðaárnar og Dagur B Eggertsson verður borgarstjóri í 18 mánuði til viðbótar. Það þýðir að hann mun líklega opna Elliðaárnar 20. júní n.k. og svo aftur að ári. Dagur hefur veitt nokkra laxana í Elliðaánum síðan hann varð
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli gegn sjókvíaeldi
Í dag fjölmennti fólk víða af landinu niður á Austurvöll til að mótmæla sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum. Um 3000 manns mættu á Austurvöll en mótmælagangan hófst við Háskólabíó og gekk fylgtu liði með mótmælaspjöld inná Austurvöll. Þar var skipulögð dagskrá
Þrír á land í Grímsá
„Það komu þrír á land hjá okkur í dag í Grímsá í Borgarfirði og settum í þrjá til viðbótar, allir teknir á straumflugur,“ sagði Hafþór Óskarsson við Grímsá í kvöld þegar hann var að hætta veiðum eftir daginn. „Það er
Flottir fiskar flott veiði
„Veiðin gekk frábærlega í Veiðivötnum fyrir fáum dögum og við fengum fína veiði, hresst lið þarna við veiðarnar skal ég segja þér,“ sagði Jógvan Hansen, sem var að koma enn eina ferðina úr Veiðivötnum með væna og flotta fiska „Veðurfarið
Stórfiskur úr Minnivallalæk – regnboginn ennþá að veiðast
Hann Ómar Smári og félagi skutust í lækinn í dag og settu aldeilis í hann. Lönduðu 4 fiskum úr Stöðvarhyl á bilinu 60-75 cm! Stærstur var þessi 75 cm urriði og svo komu tveir regnbogar líka ásamt öðrum urriða. Svo
Veiðisumarið sem fáir vilja sjá aftur
Veiðitölurnar eftir síðasta sumar liggja fyrir, laxveiðiárnar, margar hverjar, skiluðu minni veiði en árið á undan og sumarið það slappasta sem elstu menn muna og þeir muna ýmislegt. Eins og einn sagði, „Veiðin minnkar bara en samt er fleiri löxum