Hið gríðarvinsæla veiðihlaðvarp Þrír á stöng hefur loks göngu sína á ný eftir sumar- og veiðifrí. Eins og oft vill verða í góðum hollum þá verða mannabreytingar og kemur maður í manns stað. Jón Stefán og Árni Kristinn taka sér kærkomna hvíld og inn kemur Benedikt Þorgeirsson sem er flestum stangveiðimönnum kunnugur og mun hann stýra þættinum í vetur ásamt Hafsteini. Benedikt hefur þegar heimsótt strákana í þáttinn ásamt því að gestastýra þætti svo hann ætti að koma sterkur inn. Fyrir þá sem ekki þekkja til kauða þá er Benedikt helst þekktur fyrir að vera silungsveiðimaður og afbragðs fluguhnýtari og er maðurinn á bak við flugur eins og Finnska Bobbann og Bloody Friskò. Samanlögð reynsla Hafsteins og Benedikts ætti að fleyta hlustendum í gegnum veturinn og vonandi veita fróðleik með aðstoð vanra manna og góða skemmtun.
Eldra efni
Klikkað að gera
„Já það er klikkað að gera þessa dagana, eiginlega allt vitlaust, en það er bara flott“ sagði Jógvan Hansen er við heyrðum í honum á hlaupum. „Þetta er bara flott en ég skellti mér á Allra síðustu veiðiferðina um daginn og hún
Líf og fjör á urriðasvæðinu í Mývatnssveit
„Veiðin gengur mjög vel, settum í 11 fiska í morgun og lönduðum 9,,“ sagði Árni Friðleifsson í kvöld á urriðasvæðinu í Laxá í Mývatnssveit. Opnunarhollið hefur farið á kostum á árbökkunum við veiðiskapinn enda aðstæður mjög góðar þessa dagana á
Laxinn mættur í Hrútafjarðará – vænir laxar í Síká
„Já við erum að byrja veiðina í Hrútafjarðará og það sáust strax laxar í Síká, svo hann er mættur,“ sagði Þröstur Elliðason við Hrútafjarðará er veiðimenn tóku fyrstu köstin. Fiskarnir í Síká eru vel vænir en litu ekki við neinum,
Gleðilegt nýtt veiðiár 2024!
Sportveiðivefurinn veidar.is þakkar öllu sportveiðifólki fyrir samferð á síðasta ári með von um gott gengi á árinu 2024. Vefurinn mun áfram færa lesendum sínum fréttir og frásagnir af veiðiskap og ferðalögum veiðifólks um helstu veiðiár, dali, fjöll og firnindi, látið
Skelfilegar niðurstöður um erfðamengun í íslenskum laxi
Bændur, veiðiréttarhafar, allir sem hafa hagsmuni af stangveiði hér á landi og náttúruverndar-sinnar lýsa yfir miklum áhyggjum af niðurstöðum rannsóknar í nýútkominni skýrslu Hafrannsóknastofnunar (skýrsluna í heild má finna hér: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/frettir-og-tilkynningar/skyrsla-um-erfdablondun-laxa). Sláandi niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta mikla erfðablöndun villtra íslenskra laxastofna við
Laxveiðin dregur ferðafólk til landsins
Nú þegar heimsfaraldurinn er á undanhaldi hugsa margri sér til hreyfings og bjartara er yfir ferðaþjónustuaðilum en oft áður.