Nýjar veiðitölur úr laxveiðinni voru birtar á vef Landssambandsins. Góð veiði er víðast hvar á Vesturlandi. Í Laxá í Kjós komu 78 laxar í vikunni og komin í 157 laxa, Laxá í Leir í 180 fiska. Norðuráin því komin í 581 laxa, Þverá og Kjarrá í Borgarfirðinum með 529 laxa, flotta veiði í vikunni, 190 laxa.
Rólegra á norðaustur horninu miðað við sama tíma í fyrra en staðan skýrist betur á næstunni. Stóra-Laxá er að skila 53 fiskum í vikunni og Stóra því komin í 156 laxa.
Nýjar tölur sem birtast vikulega á vef Landsambands veiðifélaga sérðu með því að smella hér.