Fáar laxveiðiár bjóða upp á eins mikla náttúrufegurð og Laxá í Aðaldal, þar má finna væna laxa á hverju sumri i hyljum árinnar og veiðitíminn er úti þetta sumarið. Lokahollið var að hætta veiðum í Laxá í Aðaldal og drottningin var aðeins að hressast í lokin, eftir skrítið illviðrasumar. Áin náði að hreinsa sig og er orðin eðlileg í vatni. Síðustu holl hafa verið að gefa ágætlega og nokkrir stórir hafa komið á land. Aðalsteinn Jóhannsson veiddi bolta á Mjósundinu en það vekur töluverða athygli að Aðalsteinn og konan hans Kristrún hafa gert gott sumar í Aðaldalnum en þau hafa veitt um 10% af löxum á tímabilinu eða 40 laxa.
Drottingin á ennþá langt í land að ná fyrri styrk en áin er með svipaða veiði og í fyrra eða kringum 400 laxa og marga vel væna.
Mynd, Aðalsteinn Jóhannsson með 102 sentimetra lax úr Laxá í Aðaldal undir það síðasta.