Þetta er tíminn sem fleiri og fleiri ungir veiðimenn fara til veiða á bryggjum landsins, í ár og læki. Og þegar þeim býðst einn fengsælasti leiðsögumaður landsins getur fátt klikkað.
Já þeir frændur Ragnar Smári og Böðvar fóru að veiða með afa sínum Bogga Tona fyrir fáeinum dögum á Hornafirði og lönduðu eina fiskinum sem sést hafði á svæðinu. Sá stærri fann’ann og sá minni veidd’ann og var fiskurinn eldaður og borðaður með góðri líst. Þeir voru mjög ánægðir með sig eins og glöggir sjá á myndunum.
En ungum veiðimönnum á eftir að fjölga um allt land því fátt er meira skemmtilegra en að renna fyrir fisk og fá’ann til að bíta á.