Fréttir

Fengsælir frændur á veiðum

Böðvar með flottan fisk

Þetta er tíminn sem fleiri og fleiri ungir veiðimenn fara til veiða á bryggjum landsins, í ár og læki. Og þegar þeim býðst einn fengsælasti leiðsögumaður landsins getur fátt klikkað. 

Ragnar Smári með fiskinn

Já þeir frændur Ragnar Smári og Böðvar fóru að veiða með afa sínum Bogga Tona fyrir fáeinum dögum á Hornafirði og lönduðu eina fiskinum sem sést hafði á svæðinu. Sá stærri fann’ann og sá minni veidd’ann og var fiskurinn eldaður og borðaður með góðri líst. Þeir voru mjög ánægðir með sig eins og glöggir sjá á myndunum.

En ungum veiðimönnum á eftir að fjölga um allt land því fátt er meira skemmtilegra en að renna fyrir fisk og fá’ann til að bíta á.