Fréttir

Flott veiði í Þórisstaðavatni

Anna M. Hálfdánardóttir með flottan urriða

Veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska þetta sumarið og þá er ég að tala um bátaveiði,” sagði Anna M Hálfdánardóttir í samtali við veiðar.is.

„Það var keyrt í um vikutíma um Norðurland með nokkur vötn í huga en aldrei gaf veðurguðinn tækifæri á að koma bátnum á vatn.

Svo var ég á leið í helgarferð með Félagi Húsbílaeigenda og dagana á undan kom loksins góð veðurspá og skelltum við okkur að Þórisstöðum í Svínadal með bátinn. Vatnið tók vel á móti okkur, svolítil fluga en ekta veiðiveður.

Flottur fiskiforréttur klár fyrir 100 manns

Á einni kvöldstund og einum morgni tókum við 23 fiska frá 1/2p til 3p á land. Urriðar og vænar bleikjur á hina ýmsu spúna en aðallega á svartan toby. Með þennan fína afla var tækifæri til að gleðja húsbílafélagana en skellt var í forrétta grillveislu ásamt meðlæti fyrir 100 manns og allir nutu vel,“ sagði Anna í lokin.