Flottur styrkur
Eigendur Fly Fishing Bar hittu Frey Frostason formann IWF í dag til að afhenda styrk að upphæð 250.000 kr. Fly Fishing Bar seldi jóladagatalið Flugujól nú í aðdraganda jóla og hluti af söluverðinu var ánefndur Icelandic Wildlife Fund. Það veitti þeim Gunnari Helgasyni, Björgvini Pétri Sigurjónssyni, Davíð Lúther Sigurðarsyni og Ásmundi Helgasyni mikla ánægju að geta veitt IWF þennan styrk, og þakka þeir því fólki sem keypti dagatölin.
Lesið meira um IWF:
Umhverfissjóðurinn, The Icelandic Wildlife Fund (IWF) var stofnaður 2017. Megin áhersla sjóðsins er náttúruvernd og umhverfismál, þar með talið að standa vörð um villta íslenska laxastofninn, sjóbleikju, sjóbirting og aðra ferskvatntsfiska í ám og vötnum Íslands. Icelandic Wildlife Fund Davíð Lúther Freyr Frostason Gunnar Helgason Björgvin Pétur Sigurjónsson Ásmundur Helgason.