„Ég ætla að fara að renna í Hlíðarvatn á sunnudaginn ekki spurning og aðeins viðra krakkanna og leyfa þeim að renna,“ sagði veiðimaður sem ég hitti í gær og vildi vekja athygli á veiðideginum á sunnudaginn við vatnið.
„Þetta framtak er meiriháttar og er til eftirbreytni fyrir fleiri veiðifélög, já vonandi veiðist vel,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur, en það er Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangaveiðifélagið Stakkavík sem bjóða frítt í vatnið en leyfilegt agn er fluga og spúnn. Ýmis fróðleikur verður í boði við vatnið og örugglega sögð ein og ein veiðisaga, jafnvel tvær.l
Ágæt veiði hefur verið í vatninu það sem af er og um að gera að nota tækifærið að renna fyrir fisk á svæðinu, frítt.