Fréttir

Jökla komin í 800 laxa – góður gangur víða á Austurlandi

„Jökla var að detta í 800 laxa og það var verið að landa fiski númer 800, já það er komið yfirfall,“ sagði Þröstur Elliðason við Jöklu í gær og bætti við; „Breiðdalsá er komin í 75 laxa.“ Veiðin á austurhluta landsins hefur verið í fínu lagi, flestar ár að bæta sig verulega á milli ára.

Sigríður Eiríksdóttir

Góður gangur hefur verið í Hofsá og Selá eins og við sögðum frá um helgina, báðar komnar vel yfir 1100 laxa sem er bara flott veiði. Svalbarðsá búin að bæta sig um helming á milli ára og komnir 370 laxar, það sama má segja um Miðfjarðará í Bakkaflóa.