Fréttir

Norðurá heldur ennþá toppsætinu – 10 efstu laxveiðiárnar

Árni Friðleifsson með lax úr Norðurá í Borgarfirði sem heldur toppsætinu með 348 laxa

Laxveiðin er sæmileg þessa dagana, smálaxinn kom aðeins en hefði mátt ganga meira í síðasta stórstraumi.  Nokkrar ár hafa staðið sig vel en vatn er verulega gott í ánum eftir miklar rigningar.

Rennum aðeins yfir stöðuna. Norðurá hefur gefið 348 laxa og heldur ennþá toppsætinu, síðan kemur Urriðafoss i Þjórsá með 323 laxa, síðan Þverá með 300 laxa. Haffjarðará er á fleygiferð með 166 laxa, síðan kemur Blanda með 119 laxa, svo Eyrsti Rangá með 113, Selá í Vopnafirði með 109 laxa, Elliðaárnar eru að sleikja 100 laxa múrinn, Miðfjarðará með 95 laxa og Ytri–Rangá með 94 laxa. 

Svona lítur topp 10 listinn út í kvöld rétt áður en hnúðlaxinn fer að mæta í enn ríkari mæli