„Við áttum algjöra gæðastund saman við feðgar ásamt fjórfætlingi síðustu helgina sem stunda mátti rjúpnaveiðar,“ sagði Árni Friðleifsson þegar rjúpnaveiðitímabilinu var að ljúka á þriðjudaginn.
„Það eru algjör forréttindi að geta farið úr amstri hversdagsins og gengið í náttúru Íslands til þess veiða í jólamatinn. Okkur ber því að ganga um þessi réttindi hóflega. Núna mega jólin koma,“ bætti Árni við.