Borgarstjóra var afhentur undirskriftarlisti þar sem skorað er á borgaryfirvöld að opna skotsvæðin á Álfsnesi nú þegar. 2703 skráðu sig á listann með rafrænum skilríkjum. Dagný Huld Hinriksdóttir stóð fyrir söfnuninni ásamt eiginmanni sínum, Guðna Þorra Helgasyni. Við listanum tóku þau Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Einnig voru mættir tveir fulltrúar skotfélaganna þeir Guðmundur Kr. Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur og Þórir Ingi Friðriksson úr Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis. Listarnir voru afhentir við Skothúsveg þar sem Skotfélag Reykjavíkur hóf starfsemi sína og var formlega stofnað þann 2.júní 1867!
Eldra efni
Rjúpan ljónstygg en tölvert af henni
Fyrstu dagarnir á rjúpu er liðnir og margir fengið vel í jólamatinn víða um land. Hvort sem er fyrir vestan, norðan, austan eða sunnan, sama veðurfari er spáð áfram það kannski aðeins að klóna en ekki mikið. Næsta törn er á
Skítaveður á hreindýraveiðum
Hreindýraveiðar standa yfir þetta dagana og margir náð dýri. En veðurfarið hefur verið heldur leiðinlegt síðustu daga en menn láta sig hafa það og dýrið næst, það er aðalmálið fyrir veiðimenn. „Nei það var ekki beysið veður í gær á hreindýri,
Það eru komnar rjúpur á jólaborðið
„Það eru komnar rjúpur í jólamatinn, fékk þær þegar ég fór vestur síðustu helgina sem mátti veiða,“ sagði veiðimaðurinn Guðlaugur P. Frímannsson og bætti við; „þetta er alltaf sama svæðið“. Rjúpnaveiðin er ennþá fyrir austan en spáin um helgina er alls ekki
Sterkur hreindýrastofn í ár
Hreindýrastofninn á Íslandi telur um 7 – 8000 dýr samkvæmt nýlegri talningu. Hér á landi er auðvelt að fylgjast með stofninum þar sem lítið er um tré og skóga svo auðvelt er að telja dýrin af myndum sem teknar eru úr lofti.
Hreindýraveiðar – með hjálp að handan
Frásögn sú sem hér fer á eftir er af veiðiferð sem farin var laugardaginn 20. ágúst 2016. Farið var á tveim jeppum frá Egilsstöðum um morguninn, ég var með Gunnari og Valdimari bróðir hans, sem var með leyfi á kú
Fín rjúpnaveiði víða um land
„Við vorum átta saman í Öxarfirði og fengum 38 rjúpur á tveimur dögum,“ sagði Ellert Aðalsteinsson en hann, eins og fleiri veiðimenn, fór til rjúpna um daginn og bætti við; „það var mjög gott veður báða dagana á meðan á