Urriðagangan er á Þingvöllum á morgun, laugardaginn 14. október og hefst kl 14:00 á brúnni við bílastæðið þar sem forðum stóð hótelið Valhöll. Þeir sem vilja sjá meira af fallegum Þingvallaurriðum og heyra meira um lífshætti þeirra geta síðan labbað með mér þaðan örstuttan spöl á úrvals göngustíg upp undir Drekkingarhyl þar sem síðari hluti fræðslu minnar fer fram með fulltingi urriða sem þar eru. Ungir sem aldnir er hvattir til að mæta. Í áranna rás hefur það sýnt sig að börn njóta þess að skoða urriðana líkt og þeir sem eldri eru, ekki síst vegna þess að ég set fáeina urriða í búr á árbakkann þannig að börnin fái tækifæri til að njóta urriðanna í meira návígi en ella væri. Veður verður gott samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Á vefsíðu Þingvallaþjóðgarðs er að finna nánari upplýsingar um tilhögun fræðslugöngunnar og hagnýt atriði því tengd svo sem um staðsetningu þeirra bílastæða sem best er að nýta.
Eldra efni
Hylurinn fullur af fiski
„Við vorum þrír frændur með eiginkonum í veiði í Móru í Mórudal fyrir skömmu,“ sagði Bjarni Bent í samtali við Veiðar. „Fengum frábært veður og skemmtum okkur konunglega. Það komu tveir 60 cm laxar á land annan morguninn, sem voru
Má veiða eða má ekki veiða eftir að veiðitímanum lýkur?
Veiðitíminn er úti þetta árið og hann gekk ágætlega, margir fengu fisk og sumir marga fiska. En veðurfarið er fínt ennþá og alveg hægt að veiða, maður klæðir sig bara vel og finnur stað þar sem má kasta. „Já ennþá
Einn að veiða með flugustöngina sína
Veiðitíminn er að styttast í annan endann, en veiðimenn eru ennþá að og fiska. Ungir veiðimennn renna fyrir fisk eins lengi og þeir geta og Alexander á Akureyri er þar enginn undantekning. Hann kom gangandi með flugustöngina sína, sem hann hefur
Tók þrjú ár að fá Stefán Jón í þáttinn
Veiðar.is var að sjá að þeir félagar Benni og Haffi voru að henda í loftið nýjum þætti af Þrír á stöng. Það þykir nú ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að viðmælandi í þeim þætti er enginn annar en heimshornaflakkarinn
Fyrsti dagurinn fyrsti fiskurinn úr Grímsá
„Það var bara frábært veður hérna við Grímsá í dag og mikið vatn í ánni. Konan veiddi fyrsta fiskinn í Grímsá þetta árið“, sagði Þórður Ingi Júlíusson, þegar við hittum hann við Grímsána í dag og fyrsti fiskurinn var kominn á land. En
Landeigendur selja leyfi í Andakílsá
Í haust rann út samningur Veiðifélags Andakílsár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) um sölu veiðileyfa, en það samstarf hefur staðið í 20 ár.Veiðifélagið hefur í framhaldinu ákveðið að taka sjálft yfir sölu veiðileyfanna og hefur í tengslum við það samið við