Fréttir

Veiðin er bara svo skemmtileg

Darri og Patrekur Ingvarssynir við Hraunsá fyrr í sumar með fyrsta flugufisk Darra en þeir eru miklir áhugamenn um veiði

„Já ég er búinn að veiða mikið í sumar og fá marga fiska, bæði laxa og silunga,“ sagði Patrekur Ingvarsson sem er ungur veiðimaður með mikla veiðidellu á Selfossi  og notar hverja stund sem gefur til að veiða eða afgreiða í veiðibúðinni hjá Axeli frænda.

Patrekur

„Veiðin er svo skemmtileg en ég er búinn að fá átta laxa í sumar og helling af silungi. Veiðisumarið er alls ekki búið hjá mér á eftir að veiða eitthvað meira en skólinn er byrjaður og maður verður að mæta i hann,“ segir ungi veiðimaðurinn og þýtur upp, þarf að afgreiða viðskiptavin og ræða eins við hann um veiði, hvert hann sé að fara osfrv. Þetta hlýtur að vera toppurinn í veiðimennsku, verandi ungur með vaxandi veiðidellu, vinna í veiðibúðinni talandi um veiði og veiða svo flotta fiska.