Fréttir

Veiddum fiska í fyrra í Elliðavatni

„Við vorum aðeins að reyna áðan en höfum ekki fengið  fisk núna en þetta er fyrsti veiðitúrinn hjá okkur í sumar,“ sögðu Viktor Halldórsson og Eiður Andrason en bróðir Viktors, Andri, var að kasta flugu útí Elliðavatn þegar okkur bar að garði. „Ég hef ekkert orðið var ennþá,“ sagði Andri Halldórsson sem var að kasta flugunni fimlega við vatnið. Þeir voru mættir með veiðidótið sitt, þetta kallar maður að bjarga sér í veiðinni og koma sér á staðinn. „Í fyrra veiddum við þarna hinu megin við bæinn, það er fínn staður,“ sögðu þeir félagar. Veiðiáhuginn skein úr andlitum þeirra, duglegir ungir veiðimenn á besta aldri og með mikla veiðidellu.

Mynd. María Gunnarsdóttir